45 prósenta aukning í borgaralegum fermingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:35 Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: "Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ MYND/SIÐMENNT 304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ Fermingar Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“
Fermingar Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira