Þýski boltinn | Pizarro skoraði tvö í sigri Bayern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 22:22 Claudio Pizarro skorar fyrir Bayern München í dag. Vísir/Getty Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund. Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31