,,Rýrir trúverðugleika Birkis Jóns“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 15:31 Ólafur Þór Gunnarsson undrast ummæli Birkis Jóns Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09