Halló, Reykjavík! Kristján Freyr Halldórsson skrifar 15. maí 2014 17:30 Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun