Klúbburinn Geysir hlýtur Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Bjarki Ármannsson skrifar 13. maí 2014 19:39 Klúbburinn Geysir með verðlaunagrip sinn og ávísun. Vísir/Geysir Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ. Eurovision Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ.
Eurovision Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira