Víðtæk sátt um skipulagsmálin Bjarni Torfi Álfþórsson skrifar 24. maí 2014 15:59 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið í mikilli og góðri samvinnu meiri – og minnihluta skipulagsnefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæjarins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt.Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400 , en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipulagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir byggingarreitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sínum beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbyggingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig.Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvernig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna heildaryfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi.Íbúða- eða húsastærð í fermetrumFjöldi íbúðaHlutfall hvers stærðar-flokks af heildinniUppsafnað – hverjum stærðarflokki bætt viðInnan við 60885,5 %5,5 %60 -70986,1 %11,6 %70 -80845,2 %16,8 %80 -90855,3 %22,1 %90 -100764,7 %26,9 %100 - 12019612,2 %39,1 %120 - 15028517,8 %56,8 %150 – 20030919,3 %76,1 %200 – 25021913,6 %89,7 %250 – 3001106,9 %96,6 %300 eða meira553,4 %100 %Eins og sést á töflunni eru nær 17 % allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetra. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni, meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bænum.Nálægt 200 nýjar íbúðir – umferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygggarða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yfir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gangstíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess fullviss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bærinn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og byggingarstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akstursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýrarbrautar og akreinum á Mýrargötu/Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi Seltjarnarnesbæ og það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulagsmálunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið í mikilli og góðri samvinnu meiri – og minnihluta skipulagsnefndar að deiliskipulagi nokkurra hverfa bæjarins með það markmið að ljúka skref fyrir skref skipulagningu bæjarins í heild. Vinna sem þessi tekur alla jafna nokkurn tíma, þar sem þess er gætt að hafa mikið og ítarlegt samráð við íbúa og fjöldi kynningarfunda haldinn í því skyni. Engu að síður miðar verkinu vel og er útlit fyrir, að um mitt þetta ár verði búið að deiliskipuleggja ríflega helming allrar byggðar bæjarins og það í breiðri sátt.Lítilsháttar fækkun íbúa stendur til bóta Íbúum Seltjarnarness hefur fjölgað um 1% á liðnu ári og eru nú um 4.400 , en hafði fækkað lítillega árin áður og er eðlileg skýring á því. Ekki eru hér í bæ sömu aðstæður og víðast annars staðar. Þar er landrými nægt til þess að ný hverfi geti risið á óbrotnu landi og íbúafjöldi haldið viðstöðulítið áfram að vaxa eftir því sem þjóðinni fjölgar. Seltjarnarnes er landminnsta sveitarfélag Íslands og hefur því ekki sömu möguleika og önnur bæjarfélög að þessu leyti. Það er ekki stefna okkar að sækja land út í sjó með fyllingum eða byggja á vestursvæðunum. En við höfum í nánu samráði við íbúa skipulagt nýja byggð við Bygggarða, auk þess sem auðir byggingarreitir hafa verið skipulagðir. Þannig horfum við nú fram á fjölgun íbúa í bænum. Með haganlega hönnuðum húsum sem bæjaryfirvöld hafa með skipulagsaðgerðum sínum beitt sér fyrir að rísi verður m.a. bætt úr þeirri þörf sem verið hefur fyrir fleiri tiltölulega litlar og meðalstórar íbúðir. Þessar nýbyggingar fela í sér tækifæri fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap og sömuleiðis eldri bæjarbúa sem vilja minnka við sig.Fróðlegt yfirlit yfir stærð íbúðarhúsnæðis Fróðlegt er annars að skoða hvernig háttað er stærð íbúðarhúsnæðis í bænum. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna heildaryfirlit yfir þær rúmlega 1600 íbúðir og einbýlishús sem eru á Seltjarnarnesi.Íbúða- eða húsastærð í fermetrumFjöldi íbúðaHlutfall hvers stærðar-flokks af heildinniUppsafnað – hverjum stærðarflokki bætt viðInnan við 60885,5 %5,5 %60 -70986,1 %11,6 %70 -80845,2 %16,8 %80 -90855,3 %22,1 %90 -100764,7 %26,9 %100 - 12019612,2 %39,1 %120 - 15028517,8 %56,8 %150 – 20030919,3 %76,1 %200 – 25021913,6 %89,7 %250 – 3001106,9 %96,6 %300 eða meira553,4 %100 %Eins og sést á töflunni eru nær 17 % allra íbúða í bæjarfélaginu innan við 80 fermetra. Þá er fjöldi íbúða 100 fm eða minni, meiri en húsnæðis yfir 200 fm að stærð. Þetta mun líklega koma sumum á óvart, því töluvert hefur verið gert úr því að minni og meðalstórar íbúðir væru fáar í bænum.Nálægt 200 nýjar íbúðir – umferðaræðar höfuðborgarinnar mikilvægar Í skipulagsvinnu síðustu missera hefur verið skipulögð byggð þar sem áður var iðnaðarsvæði við Bygggarða. Tekur hin nýja byggð mið af þeirri sem fyrir er í grenndinni og verða þarna ýmist einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Hæð húsa þ. á m. fjölbýlishúsanna mun ekki fara yfir það sem verið hefur á svæðinu og gott rými verður fyrir götur, gangstíga, svo og leiksvæði og útivist íbúa utan lóða. Á þessu svæði og fáeinum öðrum á Nesinu munu rísa nálægt 200 nýjar íbúðir. Mun hlutfall lítilla íbúða hækka enn frekar frá því sem nú er. Í ljósi alls þessa er ég þess fullviss að hér mun brátt verða gott framboð á íbúðum í öllum stærðum fyrir allar fjölskyldustærðir og bærinn halda áfram að eflast. Auk framangreindra þátta sem lúta að skipulagningu og byggingarstarfsemi í bæjarfélaginu sjálfu er vert að geta þess, að í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur af hálfu Seltjarnarness verið lögð rík áhersla á að tryggja að sem greiðfærast sé um helstu akstursleiðir Seltirninga inn í borgina og áfram út úr henni. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að akreinum á stofnbrautum vestan Kringlumýrarbrautar og akreinum á Mýrargötu/Geirsgötu verði ekki fækkað nema í samkomulagi Seltjarnarnesbæ og það er stefna þeirra sem farið hafa með skipulagsmálin á Seltjarnarnesi og stjórn bæjarfélagsins að unnið verði áfram í eindrægni að skipulagsmálunum á komandi árum í náinni samvinnu við bæjarbúa. Einungis þannig verður bæjarskipulagið sú umgjörð um blómlegt og fagurt mannlíf sem við öll viljum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun