Vagga menningar og lista Hreiðar Örn Zoega Stefánsson skrifar 23. maí 2014 10:19 Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar