Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Björn Jón fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirihluta komnar. Vísir/Aðsend/HAG „Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52