Facebook mun opinbera kjósendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2014 09:59 Zuckerberg vill fjölga notendum síðunum enn frekar með kosningahnappnum. VISIR/AFP Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira