Sjötti aldauði jarðar af mannavöldum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2014 16:59 Helsta ógnin er hvarf kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrif loftslagsbreytinga og ofveiða gætir þegar. VÍSIR/GETTY Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira