Af hverju ættir þú að kjósa Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir og Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 31. maí 2014 14:18 Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun