Áfram lækkun skulda og skatta - forgangsmál Jón Finnbogason skrifar 30. maí 2014 12:29 Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun