Stofnendur Eirar gangist við ábyrgð Sigrún Pálsdóttir skrifar 30. maí 2014 12:05 Eitt af þeim málum sem farið hefur ofurhljótt í samfélaginu er nauðasamningur Eirar við íbúa í á annað hundruð öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þegar málið er skoðað setur mann hljóðan því með samningnum á nú gamla fólkið að taka á sig kostnaðinn af vítaverðri vanrækslu þeirra sem stofnuðu Eir og þeirra sem báru umsjónarábyrgð á rekstrinum og sigldu stofnuninni í strand. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að með nauðasamningnum sem gengið var frá í janúar sl. hafi óvissunni um framtíðarrekstur öryggisíbúða Eirar verið eytt en með honum var því afstýrt að gamla fólkið væri borið út úr íbúðum sínum og sett á guð og gaddinn í kjölfar uppboðs. Staðreyndin er sú að með nauðasamningnum var Eir fyrst og fremst bjargað af gamla fólkinu, íbúðarréttarhöfunum. Með honum er í raun staðfest sú eignaupptaka sem átti sér stað þegar stjórn Eirar veðsetti öryggisíbúðirnar upp í topp á árunum 2007 til 2010. Íbúðarrétti sem naut verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar var með samningnum breytt í leigu. Nær allir sem keyptu sér íbúðarrétt í öryggisíbúðum á Eir, lögðu stærstan hluta, ef ekki allan ævisparnað sinn í þau kaup, stundum einnig með fjárhagslegri aðstoð ættingja. Kaupverð íbúðarréttarins sem skyldi endurgreiðast í einu lagi við brottflutning í lifanda lífi eða við andlát á nú að endurgreiða með allt að 30 ára skuldabréfi. Íbúðarréttargreiðslan verður því ekki að fullu endurgreidd fyrr en árið 2044! Skuldabréfin verða ekki tryggð með veði og ekki er gert ráð fyrir að þriðji aðili taki ábyrgð á greiðslu þeirra. Slíkir pappírar eru verðlausir í viðskiptum og verða því hvorki nýttir af íbúunum, ef þeir vildu flytja annað né af erfingjunum til að greiða upp lán sem margir hverjir hafa tekið til að kaupa íbúðarrétt fyrir foreldra sína. Það hljóta allir að sjá að þetta er hvorki boðleg né sanngjörn lausn. Eitt er víst að það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarrétt hjá Eir sem ber ábyrgð á greiðsluþrotinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim opinberu og hálfopinberu aðilum sem standa að Eir. Það var á þeirra vakt sem starfsreglur og stjórnskipulag var samþykkt fyrir Eir. Stjórnskipulag sem var svo gallað að stjórnendur gátu í a.m.k. 4 ár brotið gegn íbúðarrétti skjólstæðinga sinna óátalið með því að stofna til eignaréttinda þriðja aðila með veðsetningu. Það er kominn tími til að Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og aðrir sem bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á vanrækslu umsjónaraðila Eirar viðurkenni þá ábyrgð í verki. Það geta þeir gert með því að gangast í ábyrgð fyrir 30 ára skuldabréfunum því aðeins þannig verða þau seljanleg og geta nýst íbúum eða erfingjum strax við útgáfu. Umsjónaraðilar hafa staðhæft að rekstur Eirar hafi nú verið tryggður. Því verður fjárhagsleg áhætta ekki notuð sem skálkaskjól til að hafna slíkri ábyrgð. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög taki ábyrgð á tjóni sem þau með vanrækslu hafa valdið. Íbúahreyfingin vill að Mosfellsbær gangist við ábyrgð sinni og hafi forgöngu um að gamla fólkið eigi áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem farið hefur ofurhljótt í samfélaginu er nauðasamningur Eirar við íbúa í á annað hundruð öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þegar málið er skoðað setur mann hljóðan því með samningnum á nú gamla fólkið að taka á sig kostnaðinn af vítaverðri vanrækslu þeirra sem stofnuðu Eir og þeirra sem báru umsjónarábyrgð á rekstrinum og sigldu stofnuninni í strand. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að með nauðasamningnum sem gengið var frá í janúar sl. hafi óvissunni um framtíðarrekstur öryggisíbúða Eirar verið eytt en með honum var því afstýrt að gamla fólkið væri borið út úr íbúðum sínum og sett á guð og gaddinn í kjölfar uppboðs. Staðreyndin er sú að með nauðasamningnum var Eir fyrst og fremst bjargað af gamla fólkinu, íbúðarréttarhöfunum. Með honum er í raun staðfest sú eignaupptaka sem átti sér stað þegar stjórn Eirar veðsetti öryggisíbúðirnar upp í topp á árunum 2007 til 2010. Íbúðarrétti sem naut verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar var með samningnum breytt í leigu. Nær allir sem keyptu sér íbúðarrétt í öryggisíbúðum á Eir, lögðu stærstan hluta, ef ekki allan ævisparnað sinn í þau kaup, stundum einnig með fjárhagslegri aðstoð ættingja. Kaupverð íbúðarréttarins sem skyldi endurgreiðast í einu lagi við brottflutning í lifanda lífi eða við andlát á nú að endurgreiða með allt að 30 ára skuldabréfi. Íbúðarréttargreiðslan verður því ekki að fullu endurgreidd fyrr en árið 2044! Skuldabréfin verða ekki tryggð með veði og ekki er gert ráð fyrir að þriðji aðili taki ábyrgð á greiðslu þeirra. Slíkir pappírar eru verðlausir í viðskiptum og verða því hvorki nýttir af íbúunum, ef þeir vildu flytja annað né af erfingjunum til að greiða upp lán sem margir hverjir hafa tekið til að kaupa íbúðarrétt fyrir foreldra sína. Það hljóta allir að sjá að þetta er hvorki boðleg né sanngjörn lausn. Eitt er víst að það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarrétt hjá Eir sem ber ábyrgð á greiðsluþrotinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim opinberu og hálfopinberu aðilum sem standa að Eir. Það var á þeirra vakt sem starfsreglur og stjórnskipulag var samþykkt fyrir Eir. Stjórnskipulag sem var svo gallað að stjórnendur gátu í a.m.k. 4 ár brotið gegn íbúðarrétti skjólstæðinga sinna óátalið með því að stofna til eignaréttinda þriðja aðila með veðsetningu. Það er kominn tími til að Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og aðrir sem bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á vanrækslu umsjónaraðila Eirar viðurkenni þá ábyrgð í verki. Það geta þeir gert með því að gangast í ábyrgð fyrir 30 ára skuldabréfunum því aðeins þannig verða þau seljanleg og geta nýst íbúum eða erfingjum strax við útgáfu. Umsjónaraðilar hafa staðhæft að rekstur Eirar hafi nú verið tryggður. Því verður fjárhagsleg áhætta ekki notuð sem skálkaskjól til að hafna slíkri ábyrgð. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög taki ábyrgð á tjóni sem þau með vanrækslu hafa valdið. Íbúahreyfingin vill að Mosfellsbær gangist við ábyrgð sinni og hafi forgöngu um að gamla fólkið eigi áhyggjulaust ævikvöld.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun