Eitt höfuðborgarsvæði fyrir okkur öll Ása Richardsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:29 Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar