Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júní 2014 16:30 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.” CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.”
CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04