Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:35 VISIR/AFP Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira