Drungaleg stikla úr Sub Rosa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2014 16:15 Stikla úr íslensku stuttmyndinni Sub Rosa er komin á netið en leikstjóri hennar er Þóra Hilmarsdóttir. Þóra sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu að hún sé orðin mjög spennt að sýna myndina. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Sub Rosa skyggnist inn í líf Tildu, átta ára stelpu sem elst upp í blómabúð þar sem heldur óviðeigandi athæfi fara fram á bak við tjöldin. Með barnslega forvitni að vopni hnýsist Tilda um undirheima búðarinnar meðan sjálfsmynd hennar mótast á ofsahraða. Þóra vann myndina með Snjólaugu Lúðvíksdóttur, handritshöfundi og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, búninga- og leikmyndahönnuði. SUB ROSA trailer from Thora Hilmars on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stikla úr íslensku stuttmyndinni Sub Rosa er komin á netið en leikstjóri hennar er Þóra Hilmarsdóttir. Þóra sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu að hún sé orðin mjög spennt að sýna myndina. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Sub Rosa skyggnist inn í líf Tildu, átta ára stelpu sem elst upp í blómabúð þar sem heldur óviðeigandi athæfi fara fram á bak við tjöldin. Með barnslega forvitni að vopni hnýsist Tilda um undirheima búðarinnar meðan sjálfsmynd hennar mótast á ofsahraða. Þóra vann myndina með Snjólaugu Lúðvíksdóttur, handritshöfundi og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, búninga- og leikmyndahönnuði. SUB ROSA trailer from Thora Hilmars on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein