Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 17:01 Sigurður Þórðarson. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég sakna þess að finnast ég venjulegur, að eiga eðlilegt líf. Að hafa áhyggjur af hlutum sem annað ungt fólk hefur áhyggjur af,“ segir Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari í viðtali við danska miðilinn Politiken. Í viðtalinu lítur Sigurður um öxl og útskýrir hvernig hann komst í tengsl við Wikileaks og FBI. Hann rifjar upp hvernig hann var sem barn og segir frá því þegar hann byrjaði að leika sér í tölvum. „Þegar ég var sautján eða átján ára hafði ég áhyggjur af því að FBI væri að fylgjast með mér. Ef venjulegur unglingur hefði þessar hugmyndir væri væntanlega talið að hann þjáðist af vænissýki. En í mínu tilfelli voru áhyggjurnar byggðar á staðreyndum.“ Átti erfitt með samskipti við jafnaldra Í viðtalinu segir Sigurður frá því að hann hafi verið einfari. Hann hafi átt erfitt með samskipti við jafnaldra sína. En þegar hann komst í tölvur fann hann sig vel; þar fékk hann útrás og gat sýnt hæfileika sína. Hann byrjaði að „hakka“ þegar hann var tólf ára gamall og tveimur árum seinna var hann kominn með starf hjá Milestone, við að eyða viðkvæmum gögnum úr tölvum. Þar byrjaði Sigurður að afrita skjöl og segist hafa farið með þau heim til sín þar sem hann kynnti sér þau ítarlega. Á þeim tíma var Sigurður fimmtán og sextán ára gamall og ákvað að skjölin ættu erindi við almenning. Tengslin við WikiLeaks Sigurður segir frá tengslunum við WikiLeaks og FBI í viðtalinu. Hann segist hafa verið í fylgdarliði Julian Assange. „Ég ferðaðist um heiminn til að fá nýja sjálfboðaliða til liðs við okkur,“ útskýrir hann. Í frétt Politiken er einnig vitnað í Kristinn Hrafnsson sem segir að Sigurður hafi aldrei spilað stórt hlutverk innan WikiLeaks og kallar hann „sjúkan lygara“. Einnig er vitnað í danskan vin Sigurðar, Dan Sommer, sem staðfestir að þeir félagar hafi ferðast fyrir hönd WikiLeaks til Búdapest og París. Fundirnir með FBI Þann 23. ágúst 2011 hafði Sigurður svo samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi og bað um fund. Fundarefnið var WikiLeaks og Julian Assange. Þannig komst hann í tengsl við FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna. Íslensk yfirvöld voru látin vita af fundunum með Sigurði, en fengu ekki að vita að fundirnir snerust um WikiLeaks. Þegar það kom í ljós voru útsendarar FBI beðnir að yfirgefa landið og voru nýir fundir skipulagðir í Danmörku. Þar lét Sigurður útsendara FBI fá harða diska með upplýsingum. Hann segir einnig frá því þegar hann fór til Bandaríkjanna og ræddi við útsendara frá ýmsum stofnunum á borð við CIA og NSA. Hugsar um hvað hann hefur gertÍ fréttinni kemur fram að Sigurður afpláni nú átta mánaða dóm fyrir að hafa greitt 17 ára dreng fyrir kynlíf. „Ég ætti að ljúka afplánun 2. nóvember. En ég fer ekki út þá. Ég fæ lengri dóm því það hafa komið upp fleiri mál gegn mér,“ útskýrir hann. Um er að ræða ýmiskonar svik. „Síðustu sjö eða átta árin hef ég ekki lifað eðlilegu lífi í samanburði við aðra unglinga. Ég hugsa mikið um hvað ég hef gert undanfarin ár,“ segir hann í símaviðtali frá Hegningarhúsinu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira