Lífið

Bjarga útilegufólki úr háska

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Starfsmaður Rentatent hlúir hér að tjaldhæl svo ekki illa fari.
Starfsmaður Rentatent hlúir hér að tjaldhæl svo ekki illa fari. Mynd/Einkasafn
„Það var mikið að gera hjá okkur í gær og fyrr í dag í því að setja upp fleiri tjöld fyrir fólk sem lenti í vandræðum með sín eigin. Þetta eru mestmegnis útlendingar hjá okkur hérna á ATP og þeir eru misvel undirbúnir fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Ernir Skorri Pétursson, annar af eigendum Rentatent.is.

Hann er nú á Ásbrú að þjónusta sína viðskiptavini á ATP-tónlistarhátíðinni sem fram fer um helgina. Það hefur mikið rignt og þá hefur rokið einnig látið til sín taka undanfarinn sólarhring.

„Þetta hefur þó gengið mjög vel miðað við aðstæður, fyrir utan nokkur tjöld sem hafa eyðilagst. Við höfum sett upp tjöld fyrir alla sem hafa lent í vandræðum en rigningin bítur ekki á okkar tjöldum og þau hafa ekki haggast í vindinum," útskýrir Ernir Skorri.

Nú er sólin komin á loft á Ásbrú og spáin lýtur vel út Piltarnir í Rentatent verða næst á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. „Það er gífurlega mikið bókað um verslunarmannahelgina og við höfum trú á því að veðurguðirnir verði með okkur í liði í Eyjum,“ segir Ernir Skorri og hlær.


Tjald í háska.
Það gæti orðið erfitt að hvílast í þessu tjaldi.
Að hruni komið.
Ernir Skorri Pétursson sér til þess að tjöld Rentatent.is séu í toppstandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.