Anton Sveinn McKee komst nálægt því að bæta enn eitt Íslandsmetið á sterku stundmóti í Los Angeles.
Í nótt keppti hann til úrslita í 100 m bringusundi og varð fjórði á 1:01,63 mínútum. Hann var 0,31 sekúndu frá Íslandsmeti Jakobs Jóhanns Sveinssonar í greininni.
Hann fór mikinn á mótinu í Los Angeles og tvíbætti Íslandsmetið í 200 m bringusundi auk þess sem hann bætti eigið met í 400 m skriðsundi.
Anton Sveinn hefur æft með háskólaliði í Alabama undanfarið ár og bætt sig mikið á árinu.
