Ný stikla úr stórmynd Christophers Nolan, Interstellar er komin á netið en kvikmyndin verður frumsýnd vestan hafs þann 7. nóvember.
Í myndinni sjáum við heim sem er nánast eins og auðn og er karakterinn sem Matthew McConaughey leikur sendur út í geim til að reyna að viðhalda mannkyninu.
Í öðrum hlutverkum í myndinni eru Anne Hathaway, Matt Damon, John Lithgow, Casey Affleck og Jessica Chastain.
Hluti af myndinni var tekin upp hér á landi og var það íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið.
Til þess að horfa á nýjustu stikluna þarf að fara inn á heimasíðu Interstellar og slá inn þennan kóða: 7201969
Ný stikla úr Interstellar
