Heimsfrægar geitur í útrýmingarhættu Birta Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna. Game of Thrones Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira
Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna.
Game of Thrones Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira