Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Firði/SH, er komin í úrslit í 100m bringusundi, flokki S14, á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fer fram í Eindhoven, Hollandi.
Það var ekki nóg með það, heldur setti Kolbrún nýtt Íslandsmet, en hún kom í mark á 1:25,24 mínútu.
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Firði/Breiðabliki, komst ekki í úrslit, en hún synti á tímanum 1:29,84 mínútu.
Úrslitasundið hjá Kolbrúnu hefst klukkan 16:28 að íslenskum tíma.
Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, tryggði sér einnig sæti í úrslitum í 100m bringusundi, flokki S14.
Jón Margeir varð fjórði í undanrásunum en hann kom í mark á tímanum 1:15,19 mínútu, 7,42 sekúndum á eftir Hollendingnum Marc Evers sem kom fyrstur í mark.
Úrslitasundið hefst klukkan 16:24 að íslenskum tíma.
Kolbrún og Jón Margeir í úrslit | Kolbrún setti nýtt Íslandsmet

Tengdar fréttir

Thelma Björg bætti Íslandsmetið sitt
Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR var eini íslenski keppandinn á Öðrum keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi en hún keppti þá í tveimur greinum.

Thelma Björg með brons í Eindhoven
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, vann til bronsverðlaunna í 400 metra skriðsundi í flokki S6 á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem hófst í Eindhoven í Hollandi í morgun.

Jón Margeir sjöundi
Jón Margeir Sverrisson keppti í 100 metra baksundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi í dag. Hann varð sjöundi á tímanum 1:09,94.