Plakatið fyrir RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Variety, sem kom út í dag.
Variety er biblía kvikmyndaáhugamanna en þetta tölublað heitir „Feneyjatölublaðið“ og er tileinkað kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
RIFF-plakötin í ár eru gerð í stíl hryllings- og B-mynda sjöunda áratugsins.
„Nýja útlit RIFF er innblásið af Hammer Horror-myndunum,“ segir Anna Margrét Björnsson, kynningarstjóri hátíðarinnar og vísar þar í goðsagnakennda breska kvikmyndafyrirtækið Hammer Films.
