Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 27. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór í leikslok. Vísir/Anton „Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
„Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29
Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28
Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18