Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 100 metra baksundi á Evrópumótinu í Berlín í 50 metra laug nú rétt í þessu.
Ingibjörg synti á ágætum tíma í undanrásunum er hún kom í mark 1:04,46.
Það dugði henni hinsvegar ekki til þar sem hún var tveimur sekúndum frá sæti í undanúrslitunum og lenti í 33. sæti heilt yfir.
