Rússneskir íþróttamenn útilokaðir frá keppnum? Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 23:12 Í tillögum ESB er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vísir/AFP Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma. FIFA Mest lesið Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Erlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma.
FIFA Mest lesið Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Erlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira