Real skoraði átta gegn nýliðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. september 2014 00:01 Ronaldo fagnar þriðja marki sínu í dag. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst. Spænski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst.
Spænski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira