Myndin, sem er leikstýrt af Christopher Nolan, var tekin upp að hluta til hér á landi síðasta haust, til dæmis á Svínafellsjökli.
Rúmlega þrjú hundruð manna tökulið vann við myndina, þar á meðal hundrað Íslendingar en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði við tökurnar.
Í öðrum hlutverkum í Interstellar eru Matt Damon, Anne Hathaway, Jessica Chastain og Casey Affleck.