„Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2014 10:37 Saga Ilse Wallmann á þýsku. Úrklippa úr Fésbókarhópnum Þýskar vinnukonur. Þannig hljómaði auglýsing sem Búnaðarfélag Íslands keypti í dagblöðum Norður-Þýskalands árið 1949 eða í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfarið fluttu 238 þýskar konur til Íslands og voru hluti af hinum fyrstu eiginlegu fjöldaflutningum fólks til landsins. Heimildarmynd um konurnar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Riff. Í myndinni er fjallað um sex af þessum þýsku konum, nú komnar yfir áttrætt, þar sem þær deila upplifun sinni. „Ég er þýsk en sé mig hvorki sem Íslending eða Þjóðverja. Ég hef verið út um allt en alltaf upplifað mig sem útlending,“ segir ein konan í stiklu fyrir myndina sem sjá má hér að neðan. Önnur kona segist stolt af því að vera þýsk og sú þriðja saknar heimaslóðanna. „Ég verð aldrei Íslendingur. Ég verð alltaf Þjóðverji,“ segir önnur.Á Fésbókarsíðunni Þýskar vinnukonur á Íslandi eru rifjaðar upp sögur af þessum þýsku konum og er óhætt að segja að þær hafi sögu að segja. Saga Elfriðar Pálsdóttur, sem í dag býr á Egilstöðum, er meðal annars sögð eins og sjá má að neðan. Riff hefst 25. september en nánar má lesa um kvikmyndahátíðina á heimasíðu Riff. Eisheimat. Trailer from mindjazz pictures on Vimeo. Post by Þýskar vinnukonur á Íslandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þannig hljómaði auglýsing sem Búnaðarfélag Íslands keypti í dagblöðum Norður-Þýskalands árið 1949 eða í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfarið fluttu 238 þýskar konur til Íslands og voru hluti af hinum fyrstu eiginlegu fjöldaflutningum fólks til landsins. Heimildarmynd um konurnar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Riff. Í myndinni er fjallað um sex af þessum þýsku konum, nú komnar yfir áttrætt, þar sem þær deila upplifun sinni. „Ég er þýsk en sé mig hvorki sem Íslending eða Þjóðverja. Ég hef verið út um allt en alltaf upplifað mig sem útlending,“ segir ein konan í stiklu fyrir myndina sem sjá má hér að neðan. Önnur kona segist stolt af því að vera þýsk og sú þriðja saknar heimaslóðanna. „Ég verð aldrei Íslendingur. Ég verð alltaf Þjóðverji,“ segir önnur.Á Fésbókarsíðunni Þýskar vinnukonur á Íslandi eru rifjaðar upp sögur af þessum þýsku konum og er óhætt að segja að þær hafi sögu að segja. Saga Elfriðar Pálsdóttur, sem í dag býr á Egilstöðum, er meðal annars sögð eins og sjá má að neðan. Riff hefst 25. september en nánar má lesa um kvikmyndahátíðina á heimasíðu Riff. Eisheimat. Trailer from mindjazz pictures on Vimeo. Post by Þýskar vinnukonur á Íslandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira