Ríkisstjórnin gegn fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2014 13:24 Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar