„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2014 10:33 Listamenn virðast ekki ánægðir með reglu 14 í Eurovisionkeppninni á Íslandi. „Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll. Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll.
Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53