„Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 12:30 Margrét ætlar að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum í október. mynd/úr einkasafni „Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“ Meistaramánuður Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
„Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“
Meistaramánuður Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira