Robben: Verð bara betri með aldrinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 09:45 Arjen Robben verður í eldlínunni með Bayern gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben. Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Arjen Robben er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í dag, en fyrir tveimur árum var allt niður á við hjá hollenska landsliðsmanninum. Bayern átti mögulega á að vinna þrennuna vorið 2012, en svo varð ekki og var Robben að stórum hluta kennt um það. Robben brenndi af víti í lykilleik gegn Dortmund sem á endanum færði lærisveinum Jürgens Klopps þýska Meistaratitilinn og þá brenndi hann einnig af úr víti í úrslitum Meistaradeildarinnar sem Chelsea vann. Bayern stóð uppi titlalaust. Hollendingurinn tók þátt í vináttuleik nokkrum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz-vellinum og bauluðu stuðningsmenn Bayern á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann. Svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. En Robben sneri dæminu við og er nú búinn að vera frábær undanfarnar tvær leiktíðir. Á þeim tíma vann Bayern þýsku 1. deildinna tvisvar, bikarinn tvisvar, Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu. Þá skoraði hann úrslitamarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Dortmund. „Það sem kom fyrir mig er hluti af fóboltanum. Það mikilvæga er að trúa alltaf á sjálfan sig og vera jákvæður. Ég veit það er auðvelt að segja það eftir á, en svona er þetta bara,“ segir Robben í viðtali við Goal.com. „Maður verður að leggja mikið á sig og berjast fyrir sínu. Leiktíðin 2011/2012 var erfið, en lífið heldur áfram og við erum búnir að gera frábæra hluti síðan þá.“ „Þessi reynsla breytti mér ekkert sem persónu. Maður verður bara að nýta tækifærin í fótboltanum. Þegar maður er að spila vel og að vinna titla þá er lífið miklu betra,“ segir Robben sem er orðinn þrítugur og hefur líklega aldrei verið betri. „Kannski er þetta öðruvísi fyrir mig en aðra. Ég verð bara betri með aldrinum,“ segir Arjen Robben.
Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira