Forystuhlutverk íslensks sjávarútvegs Ketill Berg Magnússon skrifar 30. október 2014 15:11 Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla.
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar