Þurfti að stökkva vegna fundar tengdum fundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 13:31 Sigmundur Davíð á faraldsfæti í Alþingishúsinu í gær. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13