Lífið

Jólastjarnan 2014: Sjáið alla keppendur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Alls sóttu um þrjú hundruð börn um í söngkeppninni Jólastjörnunni í ár en skráningu lauk þann 22. október síðastliðinn á Vísi.

Keppnin er fyrir börn yngri en sextán ára en tíu keppendur sem þóttu skara fram úr að mati dómnefndar komust áfram í prufur.

Fylgst verður með prufunum í Ísland í dag í kvöld klukkan 18.55 en sigurvegarinn í Jólastjörnunni 2014 verður tilkynntur á mánudaginn næsta. Sigurvegarinn kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár. Í fyrra var það Eik Haraldsdóttir sem bar sigur úr býtum og heillaði dómnefndina upp úr skónum.

Dómnefndina í ár skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún. 



Uppfært: Í spilaranum fyrir ofan má sjá þáttinn. Á Vísir Sjónvarp er að finna myndbönd af flutningi krakkanna í fullri lengd undir flokknum Ísland í dag og Jólastjarnan.

Hér fyrir neðan má fletta myndasafni með fleiri myndum frá upptökum Jólastjörnunnar.

Aðstandendur fengu að fylgjast með. Lengst til hægri má sjá Kristján Gíslason sem var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2001 með lagið Angel.
Rúnar Freyr hjálpaði keppendum.
Dómnefndin ásamt Pálma Sigurhjartarsyni, píanóleikara og sviðsstjóranum Rúnari Frey Gíslasyni.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.