Sterk staða Íslamska ríkisins Birta Björnsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 19:45 Þegar fregnir bárust af mögulegu andláti Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, veltu margir fyrir sér stöðu samtakanna. Ekki hefur fengist staðfest að leiðtoginn hafi látið lífið eða slasast í loftárás þó írösk stjórnvöld segi hann látinn. Ljóst þykir þó að samtökin standa býsna vel að vígi. Vígasveitir ISIS ráða nú yfir stórum landsvæðum bæði í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi auk þess sem barist er um yfirráð á fjölmörgum svæðum í löndunum tveimur. Þá standa samtökin vel að vígi fjárhagslega, en umtalsvert fjármagn þarf til að halda úti hernaði af þessari stærðargráðu. Um 8 milljónir manna búa nú á þeim svæðum sem lúta stjórn samtakanna auk þess sem tugir þúsunda manna hersveitir þeirra sem hafa verið í nær linnulausum bardögum í um fjóra mánuði. Samtökin fjármagna starfsemi sína meðal annars með illa fengnu fé, olíu og vopnum, sem smyglað er til yfirráðasvæðanna. Ýmsir sérfræðingar telja Íslamskt ríki auðugustu hryðjuverkasamtök sögunnar og því er ljóst að baráttunni er hvergi nærri lokið. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur óskað eftir samþykki Bandaríkjaþings fyrir 5,6 milljarða dala viðbótarframlagi til hernaðar gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. En fregnir berast einnig af liðsauka úr hinni áttinni því hin alræmdu vígasamtök frá Egyptalandi, Ansar Beit-Al Maqdis, hafa lýst yfir takmarkalausum stuðningi við Íslamskt ríki. Samtökin eru talin mönnuð um 2000 manns og hafa á vafasamri ferilskrá sinni fjölda árása og sprengjutilræða á Sínaí skaga. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Loftárásir á Kobane halda áfram Sýrlenska mannréttindavaktin segir tíu óbreytta borgara hafa fallið í árásunum. 18. október 2014 00:01 Kúrdar ná borginni Zumar aftur á sitt vald Hersveitir Kúrda hafa náð borginni Zumar í Norður-Írak aftur á sitt vald en hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, IS, höfðu hertekið borgina. 25. október 2014 18:39 Bretar réðust á Íslamska ríkið Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum. 1. október 2014 07:00 Þrjár stúlkur reyndu að komast til Sýrlands Yfirvöld í Bandaríkjunum gruna að þær hafi ætlað að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 22. október 2014 07:31 IS eyðileggur menningarverðmæti í Írak Hryðjuverkasamtökin hafa sprengt upp tilbeiðslustaði minnihlutahópa og selt verðmæta fornmuni á svörtum markaði. 26. október 2014 17:00 Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Auk þess að afla tekna með mannránum og fjárkúgun, smyglar Íslamska ríkið miklu magni af olíu frá Írak og Sýrlandi. 23. september 2014 12:51 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Þegar fregnir bárust af mögulegu andláti Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, veltu margir fyrir sér stöðu samtakanna. Ekki hefur fengist staðfest að leiðtoginn hafi látið lífið eða slasast í loftárás þó írösk stjórnvöld segi hann látinn. Ljóst þykir þó að samtökin standa býsna vel að vígi. Vígasveitir ISIS ráða nú yfir stórum landsvæðum bæði í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi auk þess sem barist er um yfirráð á fjölmörgum svæðum í löndunum tveimur. Þá standa samtökin vel að vígi fjárhagslega, en umtalsvert fjármagn þarf til að halda úti hernaði af þessari stærðargráðu. Um 8 milljónir manna búa nú á þeim svæðum sem lúta stjórn samtakanna auk þess sem tugir þúsunda manna hersveitir þeirra sem hafa verið í nær linnulausum bardögum í um fjóra mánuði. Samtökin fjármagna starfsemi sína meðal annars með illa fengnu fé, olíu og vopnum, sem smyglað er til yfirráðasvæðanna. Ýmsir sérfræðingar telja Íslamskt ríki auðugustu hryðjuverkasamtök sögunnar og því er ljóst að baráttunni er hvergi nærri lokið. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur óskað eftir samþykki Bandaríkjaþings fyrir 5,6 milljarða dala viðbótarframlagi til hernaðar gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. En fregnir berast einnig af liðsauka úr hinni áttinni því hin alræmdu vígasamtök frá Egyptalandi, Ansar Beit-Al Maqdis, hafa lýst yfir takmarkalausum stuðningi við Íslamskt ríki. Samtökin eru talin mönnuð um 2000 manns og hafa á vafasamri ferilskrá sinni fjölda árása og sprengjutilræða á Sínaí skaga.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Loftárásir á Kobane halda áfram Sýrlenska mannréttindavaktin segir tíu óbreytta borgara hafa fallið í árásunum. 18. október 2014 00:01 Kúrdar ná borginni Zumar aftur á sitt vald Hersveitir Kúrda hafa náð borginni Zumar í Norður-Írak aftur á sitt vald en hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, IS, höfðu hertekið borgina. 25. október 2014 18:39 Bretar réðust á Íslamska ríkið Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum. 1. október 2014 07:00 Þrjár stúlkur reyndu að komast til Sýrlands Yfirvöld í Bandaríkjunum gruna að þær hafi ætlað að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 22. október 2014 07:31 IS eyðileggur menningarverðmæti í Írak Hryðjuverkasamtökin hafa sprengt upp tilbeiðslustaði minnihlutahópa og selt verðmæta fornmuni á svörtum markaði. 26. október 2014 17:00 Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Auk þess að afla tekna með mannránum og fjárkúgun, smyglar Íslamska ríkið miklu magni af olíu frá Írak og Sýrlandi. 23. september 2014 12:51 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Loftárásir á Kobane halda áfram Sýrlenska mannréttindavaktin segir tíu óbreytta borgara hafa fallið í árásunum. 18. október 2014 00:01
Kúrdar ná borginni Zumar aftur á sitt vald Hersveitir Kúrda hafa náð borginni Zumar í Norður-Írak aftur á sitt vald en hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, IS, höfðu hertekið borgina. 25. október 2014 18:39
Bretar réðust á Íslamska ríkið Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum. 1. október 2014 07:00
Þrjár stúlkur reyndu að komast til Sýrlands Yfirvöld í Bandaríkjunum gruna að þær hafi ætlað að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 22. október 2014 07:31
IS eyðileggur menningarverðmæti í Írak Hryðjuverkasamtökin hafa sprengt upp tilbeiðslustaði minnihlutahópa og selt verðmæta fornmuni á svörtum markaði. 26. október 2014 17:00
Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Auk þess að afla tekna með mannránum og fjárkúgun, smyglar Íslamska ríkið miklu magni af olíu frá Írak og Sýrlandi. 23. september 2014 12:51