Tottenham er komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á Partizan Belgrad á White Hart Lane í kvöld.
Benjamin Stambouli skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik þegar hann fylgdi eftir skoti Roberto Soldado sem hafnaði í stönginni.
Stöðva þurfti leikinn í tíu mínútur undir lok fyrri hálfleiks eftir að þrír áhorfendur ruddust inn á völlinn. Einn þeirra tók mynd af sér með Kyle Naughton, leikmanni Tottenham, á símann sinn.
Hætt var við því að flauta þyrfti leikinn af vegna þessa en gæslan hélt á heimavelli Tottenham í síðari hálfleik.
Tottenham áfram eftir skrautlegan leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
