Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2014 18:30 Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00