Leikarinn Jamie Dornan undirbjó sig vel áður en hann tók við hlutverki Christian Grey í kvikmyndinni Fifty Shades of Grey, sem byggð er á erótískri skáldsögu eftir E. L. James. Jamie heimsótti nefnilega „kynlífsdýflissu“ til að undirbúa sig og segir frá reynslunni í breska tímaritinu ELLE.
„Ég fór þangað, þau buðu mér bjór og gerðu...það sem þau fíla,“ segir hann.
„Ég sagði: Hey krakkar, ég veit að ég er ekki að borga fyrir þetta en ég býst við sýningu,“ bætir hann við í gríni. „Þetta var athyglisvert kvöld. Og að fara svo heim til eiginkonu minnar og nýfædds barns eftir á. Ég fór í langa sturtu áður en ég snerti þau,“ segir Jamie en hann og eiginkona hans, Amelia Warner, eignuðust dóttur í nóvember á síðasta ári.
Jamie leikur á móti Dakotu Johnson í Fifty Shades of Grey en hún verður furmsýnd á Valentínusardaginn, 14. febrúar, á næsta ári.
