„Viljum ekki senda enn fleiri reikninga inn á heimili til foreldra“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2014 07:00 Mikill uppgangur hefur verið í körfuboltanum hér á landi hjá bæði strákum og stúlkum. fréttablaðið/stefán Í síðustu viku var greint frá því að Körfuknattleikssamband Íslands hefði sagt framkvæmdastjóranum Friðriki Inga Rúnarssyni upp störfum. Ástæðan væri hagræðing í rekstri sambandsins en formaðurinn, Hannes S. Jónsson, segir að ákvörðunin hafi verið afar erfið, en nauðsynleg. „Hér er gerð sú eðlilega krafa að við höldum úti öflugu afreksstarfi en raunin er sú að það verður bara dýrara og dýrara með hverju árinu. Það sama má segja um unglingalandsliðin okkar,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. KKÍ er á góðri leið með að ganga frá styrktarsamningum við nokkur fyrirtæki sem ætti að skila sambandinu meiri tekjum og fagnar Hannes því. Hann bætir við að rekstur sambandsins hafi verið „í lagi“ í fyrra en meira komi til. „KKÍ skuldar í dag um átján milljónir króna og við þurfum að vinna áfram að því að grynnka á þeim. Við viljum svo halda áfram að sinna okkar afreksstarfi og bæta í það. Þá urðum við að grípa til hagræðingar og niðurstaðan var að gera það á skrifstofunni.“ Hannes segir að stjórnarmenn KKÍ muni taka á sig aukna ábyrgð og fleiri verkefni til að fylla í skarðið sem Friðrik Ingi skilur eftir sig. „Staðan verður svo skoðuð aftur í haust fyrir næsta rekstrarár,“ bætir Hannes við.Nóg framboð af verkefnum Körfuboltahreyfingin hefur dafnað ágætlega á Íslandi undanfarin ár og sífellt fleiri bætast í hóp ungra og efnilegra leikmann. Hannes segir að það sé enginn skortur á verkefnum fyrir yngri landslið Íslands en að það sé hins vegar ekki hægt að taka þátt í þeim öllum. „Ástæðan er einföld. Við viljum ekki senda enn fleiri reikninga inn á heimili til foreldranna,“ segir Hannes en það hefur lengi tíðkast að fjölskyldur leikmanna yngri landsliðanna taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir æfinga- og keppnisferðalögum að stórum hluta. Miðað við ársveltu KKÍ kemur rúmlega helmingur inn frá atvinnulífinu með styrktarsamningum við fyrirtæki. Sambandið fær tekjur frá Íslenskri getspá og af því að rukka félög um móts- og félagaskiptagjöld. Þá fær sambandið styrki frá ríkinu sem er úthlutað í gegnum ÍSÍ, aðallega í gegnum afrekssjóð og með svokölluðum sérsambandsstyrk. Hannes segir að alls nemi innkoma KKÍ frá ríkinu tæpum tíu milljónum króna. Það sé litlu minna en áætlað er að fjölskyldur leikmanna yngri landsliða greiða á þessu ári. „Í öllum hinum vestræna heimi og sérstaklega í þeim löndum sem eru í kringum okkur kemur ríkið að íþróttastarfinu með mun sterkari hætti en raunin er á Íslandi,“ segir Hannes og bendir á að þær hækkanir sem síðustu tvær ríkisstjórnir hafi komið með dugi skammt.Þurfum 3-400 milljónir „Það þarf meira til en að auka framlagið um nokkrar milljónir með nokkurra ára millibili. Það er fljótt að fara þegar því er dreift á næstum 30 sérsambönd innan ÍSÍ. Ef vel á að vera þá þarf framlag ríkisins í afreksíþróttir hér á landi að nema 3-400 milljónum króna. Ég veit að þetta er há upphæð en þetta er engu að síður raunin,“ segir Hannes. Á dögunum var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014 og námu styrkveitingar til sérsambanda tæpum 92 milljónum króna. Framlag ríkisins í sjóðinn var 70 milljónir og hækkaði um fimmtán milljónir á milli ára. Þess má geta að kostnaðaráætlanir þeirra sérsambanda sem sóttu um styrk úr sjóðnum námu rúmlega 891 milljón króna. Hannes segir að framlag ríkisins í afreksíþróttir skili sér aftur í samfélagið með margvíslegum hætti. „Stjórnmálamennirnir þurfa einfaldlega að taka af skarið og gera þetta almennilega því allt kostar þetta mikinn pening ef vel á að vera,“ segir Hannes. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Körfuknattleikssamband Íslands hefði sagt framkvæmdastjóranum Friðriki Inga Rúnarssyni upp störfum. Ástæðan væri hagræðing í rekstri sambandsins en formaðurinn, Hannes S. Jónsson, segir að ákvörðunin hafi verið afar erfið, en nauðsynleg. „Hér er gerð sú eðlilega krafa að við höldum úti öflugu afreksstarfi en raunin er sú að það verður bara dýrara og dýrara með hverju árinu. Það sama má segja um unglingalandsliðin okkar,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. KKÍ er á góðri leið með að ganga frá styrktarsamningum við nokkur fyrirtæki sem ætti að skila sambandinu meiri tekjum og fagnar Hannes því. Hann bætir við að rekstur sambandsins hafi verið „í lagi“ í fyrra en meira komi til. „KKÍ skuldar í dag um átján milljónir króna og við þurfum að vinna áfram að því að grynnka á þeim. Við viljum svo halda áfram að sinna okkar afreksstarfi og bæta í það. Þá urðum við að grípa til hagræðingar og niðurstaðan var að gera það á skrifstofunni.“ Hannes segir að stjórnarmenn KKÍ muni taka á sig aukna ábyrgð og fleiri verkefni til að fylla í skarðið sem Friðrik Ingi skilur eftir sig. „Staðan verður svo skoðuð aftur í haust fyrir næsta rekstrarár,“ bætir Hannes við.Nóg framboð af verkefnum Körfuboltahreyfingin hefur dafnað ágætlega á Íslandi undanfarin ár og sífellt fleiri bætast í hóp ungra og efnilegra leikmann. Hannes segir að það sé enginn skortur á verkefnum fyrir yngri landslið Íslands en að það sé hins vegar ekki hægt að taka þátt í þeim öllum. „Ástæðan er einföld. Við viljum ekki senda enn fleiri reikninga inn á heimili til foreldranna,“ segir Hannes en það hefur lengi tíðkast að fjölskyldur leikmanna yngri landsliðanna taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir æfinga- og keppnisferðalögum að stórum hluta. Miðað við ársveltu KKÍ kemur rúmlega helmingur inn frá atvinnulífinu með styrktarsamningum við fyrirtæki. Sambandið fær tekjur frá Íslenskri getspá og af því að rukka félög um móts- og félagaskiptagjöld. Þá fær sambandið styrki frá ríkinu sem er úthlutað í gegnum ÍSÍ, aðallega í gegnum afrekssjóð og með svokölluðum sérsambandsstyrk. Hannes segir að alls nemi innkoma KKÍ frá ríkinu tæpum tíu milljónum króna. Það sé litlu minna en áætlað er að fjölskyldur leikmanna yngri landsliða greiða á þessu ári. „Í öllum hinum vestræna heimi og sérstaklega í þeim löndum sem eru í kringum okkur kemur ríkið að íþróttastarfinu með mun sterkari hætti en raunin er á Íslandi,“ segir Hannes og bendir á að þær hækkanir sem síðustu tvær ríkisstjórnir hafi komið með dugi skammt.Þurfum 3-400 milljónir „Það þarf meira til en að auka framlagið um nokkrar milljónir með nokkurra ára millibili. Það er fljótt að fara þegar því er dreift á næstum 30 sérsambönd innan ÍSÍ. Ef vel á að vera þá þarf framlag ríkisins í afreksíþróttir hér á landi að nema 3-400 milljónum króna. Ég veit að þetta er há upphæð en þetta er engu að síður raunin,“ segir Hannes. Á dögunum var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014 og námu styrkveitingar til sérsambanda tæpum 92 milljónum króna. Framlag ríkisins í sjóðinn var 70 milljónir og hækkaði um fimmtán milljónir á milli ára. Þess má geta að kostnaðaráætlanir þeirra sérsambanda sem sóttu um styrk úr sjóðnum námu rúmlega 891 milljón króna. Hannes segir að framlag ríkisins í afreksíþróttir skili sér aftur í samfélagið með margvíslegum hætti. „Stjórnmálamennirnir þurfa einfaldlega að taka af skarið og gera þetta almennilega því allt kostar þetta mikinn pening ef vel á að vera,“ segir Hannes.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira