Tabúið ógurlega Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. febrúar 2014 07:00 Meirihluti landsmanna, eða 51 prósent, er hlynntur því að skólagjöld séu innheimt í háskólum, samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráð og Fréttablaðið sagði frá í gær. Aðeins rúmur þriðjungur var andvígur slíkri fjármögnun háskóla og 16 prósent tóku ekki afstöðu. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma á óvart, í ljósi þess að hér á landi er góð reynsla af einkareknum háskólum sem innheimta skólagjöld. Það er hins vegar ógurlegt pólitískt tabú að leggja til að það sama eigi við um ríkisháskólana. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sagði þannig í Fréttablaðinu í gær að engin umræða væri um að taka upp skólagjöld; hingað til hefði verið afstaðan að gera það ekki „á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi“. Þessi yfirlýsing er ekki sízt merkileg fyrir þær sakir að Unnur er þingmaður fyrir flokk sem hefur á stefnuskrá sinni að heimila ríkisháskólum að innheimta skólagjöld. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, er sömu skoðunar og segir að ekkert megi vega að jöfnu aðgengi að menntun. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið.“ Þetta hefði hugsanlega verið rétt staðhæfing fyrir nokkrum áratugum, þegar fólk átti ekki val um annan háskóla en þann sem er kenndur við Ísland. Nú hafa einkareknir háskólar innheimt skólagjöld í á annan áratug. Ekkert bendir til að þau séu hindrun í vegi nokkurs manns sem vill stunda þar nám, eða að inn í þá skóla veljist fremur fólk úr efnameiri fjölskyldum. Enda lánar Lánasjóður íslenzkra námsmanna fyrir skólagjöldunum að fullu. Vextir námslána eru niðurgreiddir, sem þýðir að hluti þeirra er í raun styrkur. Endurgreiðslurnar eru tekjutengdar, þannig að þeir sem fóru í dýrt nám en hafa lágar tekjur greiða sumir námslánið aldrei til baka. Fullyrðingin um að skólagjöld vegi að jöfnum aðgangi að menntun heldur þannig ekki vatni. Og af hverju ætti annað að gilda um til dæmis læknanám eða flugnám? Síðarnefnda námið greiða nemendur að fullu, en geta reyndar fengið lánað fyrir því. Ef einhver munur er á stúdentum í einkareknu skólunum og þeim ríkisreknu er hann fremur að nemendur í fyrrnefndu skólunum eru iðnari við námið, af því að þeir vita hvað það kostar og vilja ekki hækka lánið sitt að óþörfu. Þeir eru líka kröfuharðari á gæði námsins af því að þeir borga hluta þess sjálfir. Í Háskóla Íslands á sér stað gegndarlaus sóun á fé skattgreiðenda, með því að allir eru teknir inn burtséð frá getu og áhuga á náminu og leyfist að slugsa við það jafnvel árum saman. Upptaka skólagjalda í HÍ og öðrum ríkisháskólum myndi draga úr þessari sóun og gerði skólunum kleift að bæta námið. Ríkisháskólarnir eru í fjársvelti sem ekki sér fyrir endann á. Með því að banna þeim að innheimta skólagjöld eru þeir settir í vonda stöðu í samkeppninni, bæði gagnvart einkareknu skólunum hér innanlands og ekki síður gagnvart erlendum háskólum sem raðast mun ofar á listann yfir beztu háskóla heims. Það er merkilegt að hagsmunasamtök stúdenta við HÍ skuli ekki sjá kostina í því að nemendur borgi sjálfir hluta af kostnaðinum, eins og í einkareknu skólunum, en fái í staðinn betri menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Meirihluti landsmanna, eða 51 prósent, er hlynntur því að skólagjöld séu innheimt í háskólum, samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráð og Fréttablaðið sagði frá í gær. Aðeins rúmur þriðjungur var andvígur slíkri fjármögnun háskóla og 16 prósent tóku ekki afstöðu. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma á óvart, í ljósi þess að hér á landi er góð reynsla af einkareknum háskólum sem innheimta skólagjöld. Það er hins vegar ógurlegt pólitískt tabú að leggja til að það sama eigi við um ríkisháskólana. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sagði þannig í Fréttablaðinu í gær að engin umræða væri um að taka upp skólagjöld; hingað til hefði verið afstaðan að gera það ekki „á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi“. Þessi yfirlýsing er ekki sízt merkileg fyrir þær sakir að Unnur er þingmaður fyrir flokk sem hefur á stefnuskrá sinni að heimila ríkisháskólum að innheimta skólagjöld. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, er sömu skoðunar og segir að ekkert megi vega að jöfnu aðgengi að menntun. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið.“ Þetta hefði hugsanlega verið rétt staðhæfing fyrir nokkrum áratugum, þegar fólk átti ekki val um annan háskóla en þann sem er kenndur við Ísland. Nú hafa einkareknir háskólar innheimt skólagjöld í á annan áratug. Ekkert bendir til að þau séu hindrun í vegi nokkurs manns sem vill stunda þar nám, eða að inn í þá skóla veljist fremur fólk úr efnameiri fjölskyldum. Enda lánar Lánasjóður íslenzkra námsmanna fyrir skólagjöldunum að fullu. Vextir námslána eru niðurgreiddir, sem þýðir að hluti þeirra er í raun styrkur. Endurgreiðslurnar eru tekjutengdar, þannig að þeir sem fóru í dýrt nám en hafa lágar tekjur greiða sumir námslánið aldrei til baka. Fullyrðingin um að skólagjöld vegi að jöfnum aðgangi að menntun heldur þannig ekki vatni. Og af hverju ætti annað að gilda um til dæmis læknanám eða flugnám? Síðarnefnda námið greiða nemendur að fullu, en geta reyndar fengið lánað fyrir því. Ef einhver munur er á stúdentum í einkareknu skólunum og þeim ríkisreknu er hann fremur að nemendur í fyrrnefndu skólunum eru iðnari við námið, af því að þeir vita hvað það kostar og vilja ekki hækka lánið sitt að óþörfu. Þeir eru líka kröfuharðari á gæði námsins af því að þeir borga hluta þess sjálfir. Í Háskóla Íslands á sér stað gegndarlaus sóun á fé skattgreiðenda, með því að allir eru teknir inn burtséð frá getu og áhuga á náminu og leyfist að slugsa við það jafnvel árum saman. Upptaka skólagjalda í HÍ og öðrum ríkisháskólum myndi draga úr þessari sóun og gerði skólunum kleift að bæta námið. Ríkisháskólarnir eru í fjársvelti sem ekki sér fyrir endann á. Með því að banna þeim að innheimta skólagjöld eru þeir settir í vonda stöðu í samkeppninni, bæði gagnvart einkareknu skólunum hér innanlands og ekki síður gagnvart erlendum háskólum sem raðast mun ofar á listann yfir beztu háskóla heims. Það er merkilegt að hagsmunasamtök stúdenta við HÍ skuli ekki sjá kostina í því að nemendur borgi sjálfir hluta af kostnaðinum, eins og í einkareknu skólunum, en fái í staðinn betri menntun.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun