Hardy fyrsta konan til að skora meira en 40 stig í bikarúrslitum 24. febrúar 2014 07:00 Lele Hardy var sátt í leikslok eftir sögulegan úrslitaleik. Vísir/Daníel Lele Hardy, hinn frábæri bandaríski leikmaður Hauka, setti met í bæði stigaskori og framlagi þegar Haukakonur unnu Powerade-bikarinn eftir 78-70 sigur á Snæfelli í Höllinni. Hardy var með 44 stig, 14 fráköst og 7 stolna bolta en framlag hennar var 48. Hardy bætti stigamet Kieraah Marlow frá 2012 (37 stig) og framlagsmet Heather Corby frá 2001 (46). „Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Daníel Rúnarsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, eftir leik. Haukaliðið endaði þarna fimmtán leikja sigurgöngu Snæfellsliðsins í deild og bikar og sá til þess að Snæfellskonum tókst ekki að vinna sinn annan titil á innan við viku en þær urðu deildarmeistarar helgina á undan. „Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna,“ sagði Hardy við Daníel eftir leik. Hardy var „bara“ með 7 stig, 4 fráköst og 25 prósenta skotnýtingu eftir fyrsta leikhlutann og Haukarnir tíu stigum undir, 11-21. Síðustu þrjá leikhlutana var Hardy hins vegar með 37 stig, 10 fráköst og 71 prósenta skotnýtingu en Haukaliðið vann þá 67-49. „Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Óskar Ófeigur Jónsson Íslenski körfuboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Lele Hardy, hinn frábæri bandaríski leikmaður Hauka, setti met í bæði stigaskori og framlagi þegar Haukakonur unnu Powerade-bikarinn eftir 78-70 sigur á Snæfelli í Höllinni. Hardy var með 44 stig, 14 fráköst og 7 stolna bolta en framlag hennar var 48. Hardy bætti stigamet Kieraah Marlow frá 2012 (37 stig) og framlagsmet Heather Corby frá 2001 (46). „Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Daníel Rúnarsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, eftir leik. Haukaliðið endaði þarna fimmtán leikja sigurgöngu Snæfellsliðsins í deild og bikar og sá til þess að Snæfellskonum tókst ekki að vinna sinn annan titil á innan við viku en þær urðu deildarmeistarar helgina á undan. „Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna,“ sagði Hardy við Daníel eftir leik. Hardy var „bara“ með 7 stig, 4 fráköst og 25 prósenta skotnýtingu eftir fyrsta leikhlutann og Haukarnir tíu stigum undir, 11-21. Síðustu þrjá leikhlutana var Hardy hins vegar með 37 stig, 10 fráköst og 71 prósenta skotnýtingu en Haukaliðið vann þá 67-49. „Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Óskar Ófeigur Jónsson
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira