Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun