Konurnar af stað í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2014 08:00 Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Snæfell vann deildarmeistaratitilinn með miklum yfirburðum en Haukakonur eru nýkrýndir bikarmeistarar og tóku annað sætið með nokkrum yfirburðum. Það kemur því kannski fáum á óvart að næstum því allir spámenn Fréttablaðsins búast við að liðin fari í gegnum undanúrslit úrslitakeppninnar og mætist í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum.Deildarmeistarar Snæfells mæta Val og er fyrsti leikurinn í Stykkishólmi klukkan 15.00 í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði síðasta deildarleik í lok nóvember og er búið að vinna alla fimm leiki sína á móti Val í vetur þar á meðal bikarleik í Vodafonehöllinni. Það er þegar orðið ljóst að sigurvegari þessa einvígis nær sögulegum árangri því hvorugt félagið hefur átt kvennalið í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu bæði eftir í undanúrslitum í fyrra, þar af Valskonur eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun líklegra eins og sést vel á því að allir spámenn Fréttablaðsins spá Hólmurum sigri og fjögur af átta búast við „sópi“.Bikarmeistarar Hauka mæta Keflavík og er fyrsti leikurinn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna og slógu Keflavík einnig út úr undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Keflavík vann fyrsta leik liðanna í vetur en Haukakonur hafa unnið síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með meira en 25 stiga mun. Haukaliðið vann síðasta leikinn hins vegar á dramatískan hátt og með aðeins einu stigi en sá leikur ætti að lofa góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn Fréttablaðsins búast líka flestir við oddaleik í þessu einvígi eða sex af átta.„Óvænt“ úrslit síðustu ár Undanfarin þrjú ár hafa hins vegar orðið „óvænt“ úrslit í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna. Njarðvík sló út deildarmeistara Hamars 2001, Haukar slógu út deildarmeistara Keflavíkur 2012 og KR sló út Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti. Í þremur af fjórum leikjum í undanúrslitunum síðustu tvö árin hefur líka fyrsti leikurinn unnist á útivelli og það er því löngu sannað að það getur allt gerst í úrslitakeppninni. Öll fjögur liðin í undanúrslitunum hafa unnið titil í vetur. Snæfell er deildarmeistari, Haukar tóku Powerade-bikarinn, Valur vann Lengjubikarinn og Keflavíkurkonur urðu meistarar meistaranna. Aðeins eitt þeirra getur aftur á móti unnið tvöfalt í vetur og í dag hefst nýtt mót.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira