Eins flugvöllur eða enginn flugvöllur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. apríl 2014 07:00 Um helgina var sagt frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir samtökin Hjartað í Vatnsmýri, en þau berjast fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Spurt var: „Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“. Rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík sagði já. Meirihluti stuðningsmanna allra flokka í borginni nema Bjartrar framtíðar og Pírata svaraði spurningunni játandi. Þessi niðurstaða sýnir fram á góðan árangur í baráttu samtakanna fyrir því að telja fólki trú um að það séu bara tveir kostir í boði varðandi flugvöll í Reykjavík; jafnstór flugvöllur á sama stað og undanfarin 64 ár eða bara enginn flugvöllur. Það eru samt alls ekki einu kostirnir. Þeir sem liggja í þessum skotgröfum og segja að valið standi um Vatnsmýrarflugvöll eða engan flugvöll gera ekkert með það ferli sem málið hefur verið sett í af hálfu ríkis og borgar. Í október síðastliðnum gerðu Reykjavíkurborg og ríkið samkomulag um að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni til ársins 2022, sem þýðir að hann fer ekkert á næsta kjörtímabili borgarstjórnar. Tímann á að nýta með því að starfshópur undir forystu Rögnu Árnadóttur kanni aðrar staðsetningar fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Kalla á til erlenda sérfræðinga, kanna kosti og áhrifaþætti sem áður hafa ekki komið til skoðunar og hafa samráð við hagsmunaaðila. Niðurstaðan úr þessari vinnu á að liggja fyrir seint á þessu ári. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt til að Reykvíkingum verði gefinn kostur á að kjósa um þá kosti sem þá liggja fyrir. Það er skynsamleg tillaga og ætti að tryggja að meirihlutavilji í málinu verði virtur – og að borgarbúar taki ákvörðun byggða á beztu upplýsingum um mismunandi kosti. Þetta þýðir að staðsetning flugvallarins er ekki raunverulegt kosningamál í kosningunum sem framundan eru, nema auðvitað að menn vilji gefa sér fyrirfram að vinna starfshópsins skili engu og þetta snúist annaðhvort um að „verja flugvöllinn í Vatnsmýri“ eins og framsóknarmenn í borginni hafa orðað það, eða flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, eins og sumir framsóknarmenn í borginni vildu áður, en vilja ekki lengur. En slíkt er einfaldlega ekki ábyrgur málflutningur. Það eru góð rök fyrir því að miðstöð innanlandsflugs sé á höfuðborgarsvæðinu, út frá samgönguhagsmunum landsbyggðarinnar, efnahagslegum hagsmunum höfuðborgarinnar og vegna öryggissjónarmiða. Það eru líka veigamikil rök fyrir að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Hann er risavaxin hindrun í vegi eðlilegrar þróunar borgarinnar, stöðugt flug yfir íbúðahverfi er ógn við ró og öryggi borgarbúa og völlurinn getur í raun ekki uppfyllt ýtrustu öryggiskröfur vegna þess hvað hann er aðþrengdur á alla kanta. Önnur flugvallarstæði hljóta einfaldlega að vera til – eða hvað hefði brezka hernámsliðið gert árið 1940 ef svo hefði viljað til að það hefði verið búið að byggja í Vatnsmýrinni? Æskilegasta lendingin í málinu er þess vegna að finna flugvelli annan stað á höfuðborgarsvæðinu. Með sölu eftirsóttasta byggingarlands borgarinnar í Vatnsmýri mætti fjármagna flottan flugvöll sem uppfyllti allar öryggiskröfur. Hvers vegna sumir stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar sjá sér hag í að útiloka fyrirfram að slík lausn geti fundizt er í raun ráðgáta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun
Um helgina var sagt frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir samtökin Hjartað í Vatnsmýri, en þau berjast fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Spurt var: „Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“. Rúmlega 71 prósent íbúa í Reykjavík sagði já. Meirihluti stuðningsmanna allra flokka í borginni nema Bjartrar framtíðar og Pírata svaraði spurningunni játandi. Þessi niðurstaða sýnir fram á góðan árangur í baráttu samtakanna fyrir því að telja fólki trú um að það séu bara tveir kostir í boði varðandi flugvöll í Reykjavík; jafnstór flugvöllur á sama stað og undanfarin 64 ár eða bara enginn flugvöllur. Það eru samt alls ekki einu kostirnir. Þeir sem liggja í þessum skotgröfum og segja að valið standi um Vatnsmýrarflugvöll eða engan flugvöll gera ekkert með það ferli sem málið hefur verið sett í af hálfu ríkis og borgar. Í október síðastliðnum gerðu Reykjavíkurborg og ríkið samkomulag um að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni til ársins 2022, sem þýðir að hann fer ekkert á næsta kjörtímabili borgarstjórnar. Tímann á að nýta með því að starfshópur undir forystu Rögnu Árnadóttur kanni aðrar staðsetningar fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Kalla á til erlenda sérfræðinga, kanna kosti og áhrifaþætti sem áður hafa ekki komið til skoðunar og hafa samráð við hagsmunaaðila. Niðurstaðan úr þessari vinnu á að liggja fyrir seint á þessu ári. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt til að Reykvíkingum verði gefinn kostur á að kjósa um þá kosti sem þá liggja fyrir. Það er skynsamleg tillaga og ætti að tryggja að meirihlutavilji í málinu verði virtur – og að borgarbúar taki ákvörðun byggða á beztu upplýsingum um mismunandi kosti. Þetta þýðir að staðsetning flugvallarins er ekki raunverulegt kosningamál í kosningunum sem framundan eru, nema auðvitað að menn vilji gefa sér fyrirfram að vinna starfshópsins skili engu og þetta snúist annaðhvort um að „verja flugvöllinn í Vatnsmýri“ eins og framsóknarmenn í borginni hafa orðað það, eða flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, eins og sumir framsóknarmenn í borginni vildu áður, en vilja ekki lengur. En slíkt er einfaldlega ekki ábyrgur málflutningur. Það eru góð rök fyrir því að miðstöð innanlandsflugs sé á höfuðborgarsvæðinu, út frá samgönguhagsmunum landsbyggðarinnar, efnahagslegum hagsmunum höfuðborgarinnar og vegna öryggissjónarmiða. Það eru líka veigamikil rök fyrir að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Hann er risavaxin hindrun í vegi eðlilegrar þróunar borgarinnar, stöðugt flug yfir íbúðahverfi er ógn við ró og öryggi borgarbúa og völlurinn getur í raun ekki uppfyllt ýtrustu öryggiskröfur vegna þess hvað hann er aðþrengdur á alla kanta. Önnur flugvallarstæði hljóta einfaldlega að vera til – eða hvað hefði brezka hernámsliðið gert árið 1940 ef svo hefði viljað til að það hefði verið búið að byggja í Vatnsmýrinni? Æskilegasta lendingin í málinu er þess vegna að finna flugvelli annan stað á höfuðborgarsvæðinu. Með sölu eftirsóttasta byggingarlands borgarinnar í Vatnsmýri mætti fjármagna flottan flugvöll sem uppfyllti allar öryggiskröfur. Hvers vegna sumir stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar sjá sér hag í að útiloka fyrirfram að slík lausn geti fundizt er í raun ráðgáta.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun