Björt framtíð tapar þriðjungi af fylgi Besta flokksins Brjánn Jónasson skrifar 1. maí 2014 07:45 Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira