Stöndum vörð um hjartað í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 6. maí 2014 07:00 Mikið hefur verið þráttað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngumiðstöð, aðflugsljós, trjáklippingar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið þráttað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngumiðstöð, aðflugsljós, trjáklippingar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar