Ert þú flugvallarvinur? Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 14. maí 2014 00:00 Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar